Afmælishátið KFR

Dagana 29. – 31. október var haldið upp á 30 ára afmæli KFR.  Félagið fékk finnska þjálfaran Juha Maja til landsins og hélt hann námskeið í Keiluhöllinni fyrir félagsmenn KFR og einnig var námskeiðið opið fyrir félagsmenn hinna keilufélaganna líka. Þátttaka á námskeiðinu var ágætt en gaman hefði verið að sjá alla tíma sem í boði voru fulla.
Afmælismót KFR var svo haldið laugardaginn 31. október og tókst ágætlega. Það voru 42 sem tóku þátt í mótinu sem var forgjafarmót, keppt í karla- og kvennaflokki. Sigurvegarar urðu Ragna Guðrún Magnúsdóttir og Gústaf Smári Björnsson.
Um kvöldið var svo haldin afmælishátíð í Hlöðunni í Gufunesi. Þar bauð KFR félagsmönnum og öðrum gestum, ásamt mökum, til hátíðarkvöldverðar. Þar sæmdi formaður ÍBR, Ingvar Sverrisson,  Þórir Ingvarsson fyrrverandi formann KFR, gullmerki ÍBR, fyrstan keilara. Jafnframt færði Ingvar félaginu afmælisgjöf, 150.000, fyrir hönd ÍBR.   Einnig afhenti formaður KFR, Ásgrímur Helgi Einarsson, Þóri  gullmerki KFR en hann er fyrsti aðilinn sem er sæmdur merkinu.  Jafnframt voru 7 aðilar sæmdir silfurmerki félagsins en það voru þau Bjarni Sveinbjörnsson, Erla Ívarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ragna Matthíasdóttir, Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og Valgeir Guðbjartsson.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á afmælishátíðinni og af sigurvegurum afmælismótisns

Athugasemdir

athugasemdir