Dagný Edda kvennkeilari ársins.

Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR er kvennkeilari ársins hjá Keilusambandi Íslands.  Dagný Edda stóð sig frábærlega á árinu en helstu afrek Dagnýar á árinu 2015 voru þau að hún varð Íslandsmeistari Para með Hafþóri Harðarsyni, hún varð Íslandsmeistari í Tvímenningi með Ástrósu Pétursdóttur og hún varð Reykjavíkumeistari einstaklinga.  Á árinu 2015 setti Dagný ný Íslandsmet í 2, 3 og 4 leikjum auk mets í Tvímenning kvenna með Ástrósu Pétursdóttur. Dagný lauk árinu með landsliði Íslands á Heimsmeistarmóti kvenna landsliða í Abu Dhabi. Um árabil hefur Dagný verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara auk þess að sinna af krafti félagsstörfum hjá KFR en hún er m.a. fyrrverandi formaður félagsins.

Karlkeilari ársins hjá KLÍ er Hafþór Harðarson úr ÍR. Við óskum Dagný og Hafþóri innilega til hamingju með titlana.

Snapchat-4646884036464115345

Athugasemdir

athugasemdir