Íslandsmetum rignir á RIG

Okkar fólk er að gera frábæra hluti á RIG. Í forkeppninni settu Dagný Edda og Steinþór bæði Íslandsmet í 6 leikjum.

Steini spilaði 1.545. Frábær árangur hjá honum en eldra met átti Hafþór Harðarson úr ÍR, þá sem félagsmaður KFR, en hann spilaði 1540  19. apríl 2007.

Dagný spilaði 1388 en hún á einnig Íslandsmetin í 2, 3 og 4 leikjum.  Dagný sló met Sigfríðar Sigurðardóttur KFR sem hún setti 23. mars 2003 í Keilu í Mjódd, 1385 stig.

Við óskum okkar fólki til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Steinþór Jóhannsson
Dagný Edda Þórisdóttir

Athugasemdir

athugasemdir