Elítumót KFR verður haldið 10. mars kl. 19 í Keiluhöllinni Egilshöll. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og alltaf er jafn gaman að smala saman keilurum sem eru hættir í sportinu í bland við þá sem enn eru að.
Mótið er C- mót. Spilaðir eru 3 leikir í aldursflokkum. Ýmislegt verður gert til að létta stemninguna t.d. fellupottur og tilboð á barnum af mat og drykk . Aðalatriðið er þó að hitta gamla vini og kunningja og eiga saman skemmtilega kvöldstund.
Verð og olíuburður verður auglýst fljótlega en skráning fer fram á netinu, https://www.eventbrite.com/e/elitumot-kfr-tickets-21354081633
Mætum nú öll, þetta eru skemmtilegustu mótin!!!!!