Aðalfundur KFR í kvöld.

Aðalfundur KFR var haldinn í kvöld í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn var ágætlega sóttur.
Fundarstjóri var Valgeir Guðbjartsson.  Ásgrímur formaður flutti skýrslu stjórnar og í stuttu máli þá var árið hjá KFR gott. Ágætis árangur náðist og rekstur félagsins gekk vel.  Unnur gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum en eins og áður segir gekk reksturinn vel.

Fundurinn minntist Bjarna Sveinbjörnssonar sem féll nýverið frá. Bjarni var félagi í KFR frá byrjun og vann mikið fyrir félagið.

Ný stjórn var kosin. Ásgrímur gaf ekki kost á sér sem formaður áfram þar sem hann mun gefa kost á sér í formannskjöri á ársþingi KLÍ í maí. Guðjón Júlíusson var kjörinn formaður og með honum í stjórn þau Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir, Svanhildur Ólafsdóttir, Guðlaugur Valgeirsson og Hafdís Pála Jónasdóttir. Í varastjórn voru kosin Þórunn Stefanía Jónsdóttir og Böðvar Már Böðvarsson.  Þá var Þórir Haraldsson kosinn endurskoðandi reikninga.

Á fundinum fengu Erla Ívarsdóttir og Haraldur Sigursteinsson afhent silfurmerki KFR fyrir störf sín fyrir KFR og keiluna.

Keilarar ársins hjá KFR eru Arnar Davíð Jónsson og Dagný Edda Þórisdóttir. Þau gátu hvorugt verið viðstödd en Valgeir Guðbjarsson og Þórir Invarsson tóku við viðurkenningum fyrir þeirra hönd.

Ný stjórn mun hittast fljótlega til að skipta með sér verkum og byrja undirbúning að komandi tímabili og ársþingi KLÍ.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir