Reykjavíkurmóti einstaklinga lauk í dag í Egilshöll. Reykjavíkurmeistarar urðu Þorleifur Jón Hreiðarsson KR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR.
Okkar fólki gekk upp og ofan í mótinu en KFR tók bæði þriðju sætin en það voru Freyr Bragason og Hafdís Pála Jónasdóttir sem náðu í bronsið.
Mótið var í umsjón KFR og vill stjórnin þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins.