Dagný Edda og Gústaf Smári eru Stórmeistarar KFR 2015-2016

Í dag fór fram Meistaramót KFR 2015-2016. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 13 konur og 13 karlar.

Í úrslitum um stórmeistaratitilinn léku í kvennaflokki Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en í karlaflokki Guðjón Júlíusson og Gústaf Smári Björnsson. Hjá konunum vann Dagný fyrsta leikinn 207 á móti 170 hjá Katrínu og léku þær ekki meira þar sem Katrín gaf frá sér næsta leik v/meiðsla og þar með vann Dagný úrslitin. Hjá körlunum sigraði Gústaf fyrsta leikinn 207 á móti 204 hjá Guðjóni – annan leikinn sigraði Guðjón 202 á móti 153 hjá Gústaf og staðan því 1-1 hjá þeim og léku þeir því þriðja leikinn sem var æsispennandi fram í síðasta kast en Gústaf sigraði hann 232 á móti 226 hjá Guðjóni.

Dagny-og-Gusti

Staðan eftir forkeppni:

skor

Í forgjafar hluta mótsins léku til úrslita 4 efstu konurnar – Dagný, Katrín, Ragna Guðrún og Karen en hjá körlunum voru það Guðjón, Böðvar, Jóel og Gústaf. Í úrslitum eru gefin 20 stig í bónus fyrir sigur og 5 stig fyrir að spila 200 eða hærra.

konur-urslit

karlar-urslit

Lokaúrslit í forgjafar hluta:

Konur:

  1. sæti – Dagný (1318)
  2. sæti – Ragna Guðrún (1247)
  3. sæti – Karen (1178)
  4. sæti – Katrín (1158)

Karlar:

  1. sæti – Jóel (1296)
  2. sæti – Böðvar (1281)
  3. sæti – Gústaf (1224)
  4. sæti – Guðjón (1198)

Stjórn KFR þakkar félagsmönnum fyrir þáttökuna og óskar skigurvegurum til hamingju.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir