Meistaramót KFR 2016-2017

Meistaramót KFR verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll þriðjudaginn 6. des kl. 19:00. Í forkeppni eru 3 leikir og er leikið með forgjöf 80% af 200. Að lokinni forkeppni komast fjórir efstu karlarnir og fjórar efstu konurnar í úrslit og fylgir skor úr forkeppni með inn í úrslitin. Í úrslitunum keppa allir við alla einfalda umferð og bónusstig bætast við fyrir unnin leik.

Tvær konur og tveir karlar sem eru hæstir án forgjafar að lokinni forkeppni, leika svo um titilinn “Stórmeistari KFR”. Sá/sú sem vinnur fyrst tvo leiki hlýtur tiltilinn.

Mótið er opið öllum félagsmönnum KFR og kostar kr. 1.500.- í mótið.

Olíuburður verður EYC2016

Skráningu lýkur sunnudaginn 4. des kl. 21:00

Smelltu hér til að skrá þig

Dagný Edda og Gústaf Smári eru stórmeistarar 2015-2016

Dagny-og-Gusti

Athugasemdir

athugasemdir