Úrslitin í Kampavínsmóti KFR

Í dag, þann 31.desember fór fram síðasta mót ársins en það er Kampavínsmótið fræga sem er á hverju ári. Að þessu sinni var vel mætt en það voru 44 manns sem tóku þátt í mótinu sem var C-mót.

Keppt var í 4 flokkum eins og í jólamótinu en í fyrstu verðlaun voru 3 kampavínsflöskur og flugeldapakki, önnur verðlaun voru 2 kampavínsflöskur og í þriðju verðlaun var 1 kampavínsflaska. Að auki voru dregnir út aukavinningar eins og í jólamótinu. Það mátti sjá mjög góða og háa spilamennsku í dag en úrslitin voru eftirfarandi:

* flokkur

  1. Hlynur Örn Ómarsson – 734 (289 í leik 1)
  2. Guðlaugur Valgeirsson – 694
  3. Freyr Bragason – 645

1. flokkur

  1. Andri Freyr Jónsson – 715 (277 í leik 1)
  2. Sveinn Þrastarson – 713
  3. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir – 697

2. flokkur

  1. Bharat Singh – 631
  2. Snæbjörn Þormóðsson – 558
  3. Jóhanna Guðjónsdóttir – 555

3. flokkur

  1. Guðjón Gunnarsson – 525
  2. Arnór Ingi Bjarkason – 501
  3. Anna Kristín Óladóttir – 498

kampavin4 kampavin3 kampavin2 kampavin1

Þökkum öllum kærlega fyrir þáttökuna og óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna.

Athugasemdir

athugasemdir