U-18 landsliðið valið

Landsliðsþjálfararnir Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson hafa valið U-18 ára landsliðið sem er að fara á Evrópumót Unglinga eða EYC 2017 sem fram fer í Helsinki, Finnlandi um páskana eða 8-17 apríl nk.

3 frá KFR voru valdir en það eru þau Jökull Byron Magnússon úr KFR-Folarnir, Helga Ósk Freysdóttir úr Valkyrjur-Z og Málfríður Jóna Freysdóttir líka úr Valkyrjur-Z.

Að auki með Jökli eru þeir Steindór Máni Björnsson úr ÍR, Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA og Ólafur Þór Hjaltalín Ólafsson úr Þór.

Með stelpunum eru þær Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór.

IMG_6940

 

 

Athugasemdir

athugasemdir