Laugardaginn 1 apríl fór fram síðasta umferð í Meistaramóti Ungmenna og þar tóku 9 ungmenni frá KFR þátt.
Þar sem þetta var síðasta umferð vetrarins voru einnig gefin verðlaun fyrir fjölda stiga yfir tímabilið. Stigum var safnað úr hverri umferð en 1 sæti gefur 12 stig, 2 sæti 10 stig, 3 sæti 8 stig og svo framvegis.
Í fyrsta flokki pilta spilaði Aron Fannar og endaði hann í 2 sæti. Einnig lenti hann í öðru sæti yfir veturinn.
Í fyrsta flokki stúlkna spilaði Katrín Fjóla og sigraði hún sinn flokk í dag og yfir veturinn.
Í öðrum flokki stúlkna spilaði Helga Ósk og sigraði hún sinn flokk í dag. Hún var einnig með flest stig í sínum flokk yfir veturinn.
Í 3. flokki pilta spilaði Vébjörn Dagur og spilaði hann mjög vel og sýndi miklar framfarir. Einar Máni endaði í 3. sæti yfir veturinn í sama flokk.
Í 3. flokki stúlkna spilaði Málfríður og Eyrún og stóðu þær sig mjög vel. Málfríður endaði í 3.sæti eftir veturinn.
Í 4. flokki pilta spilaði Mikael Aron og sigraði hann sinn flokk í dag og var einnig í 1. Sæti eftir veturinn.
Í 4 flokki stúlkna spilaði Nína Rut og endaði hún í 3 sæti bæði í þessari umferð og eftir veturinn.
Í 5 flokki spilaði Fjóla og spilaði hún mjög vel og bætti hún persónulega met í 1 ,2 og 3 leikjum.