Bikarmeistarar 2017 eru KFR-Afturgöngur og KFR-Lærlingar

Um síðustu helgi fóru fram úrslit í Bikarkeppni KLÍ. Það var tvöfaldur sigur fyrir KFR en það voru KFR-Afturgöngur sem sigruðu í kvennaflokki og KFR-Lærlingar í karlaflokki.

Í karlaflokki mættust KFR-Lærlingar og KFR-Grænu Töffararnir. Lærlingar unnu sannfærandi sigur 3-0 og var samanlagt skor 1849-1542.

Í kvennaflokki mættust KFR-Afturgöngur og ÍR-BK. Þessi viðureign var mun meira spennandi heldur en karlamegin en Afturgöngur unnu 3-0 og var samanlagt skor 1444-1280.

Sýnt var frá 2 leikjum í hvorri viðureigninni í beinni útsendingu á RÚV og hægt er að horfa á upptöku af henni með því að smella hér.

IMG_0607

Athugasemdir

athugasemdir