Liðakeppninni lokið á EM

Liðakeppnin hjá Stelpunum spilaðist í gær og í morgun og enduðu íslensku stelpurnar í 8.sæti en stelpunum okkar Helgu og Málfríði gekk mjög vel í seinni hlutanum í morgun.

Þær byrjuðu í gær, á miðvikudeginum en þá spilaði Málfríður 421 í 3 leikjum og Helga spilaði 454 í 3 leikjum. Þær stórbættu sig hinsvegar báðar í morgun en þá spilaði Málfríður 501 í 3 leikjum en það er í fyrsta sinn sem hún spilar yfir 500 í 3 leikjum. Helga Ósk spilaði svo 494. Samtals spilaði Málfríður því 922 í liðakeppninni en Helga spilaði 914.

Helga situr í sæti 46 í heildarkeppninni með 164,8 meðaltal en Málfríður er í sæti 50 með 143,2 meðaltal og er hún búinn að hækka sig um 9,5 pinna milli sería.

Stelpurnar eru í fríi á morgun en spila svo í einstaklingskeppninni á laugardaginn.

Stelpurnar2017

Athugasemdir

athugasemdir