Lærlingar í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn

KFR-Lærlingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil liða eftir frábæran sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum í ÍR-PLS.

Báðir leikirnir voru frábær skemmtun en Lærlingar leiddu 8,5-5,5 eftir fyrri leikinn. PLS menn byrjuðu seinni leikinn á sterkum 3-1 sigri en Lærlingar komu grimmir til baka og unnu 4-0 í leik 2. Eftir það þurftu þeir bara 1 stig í viðbót en þeir gerðu gott betur og unnu lokaleikinn 3-1 og samtals 10-4 í leik gærkvöldsins. Samtals 18,5 – 9,5.

Í hinum undanúrslitaleiknum mættu KFR-Stormsveitin deildarmeisturum ÍR-KLS og reyndust KLS menn of erfiðir fyrir Stormsveitina. KLS unnu fyrri leikinn 13-1 og þurftu því bara 1,5 stig í seinni leiknum en þeir tóku 2 stig í fyrsta leik og kláruðu einvígið.

Á sama tíma fór fram umspil um sæti í 1.deild kvenna en þar mættust KFR-Valkyrjur Z og KFR-Elding. Fóru leikar þannig að Valkyrjur Z unnu nokkuð örugglega og halda sæti sínu í 1.deild kvenna.

Úrslitin í bæði karla- og kvennadeildinni hefjast á sunnudaginn klukkan 19 og mælum við með því að fólk mæti og styðji sitt fólk. Kvennamegin mætast núverandi Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur og ÍR-TT en karlamegin eru það KFR-Lærlingar og ÍR-KLS.

laerlingar

Athugasemdir

athugasemdir