Aðalfundur KFR og Keilarar ársins 2016

Í kvöld fór fram aðalfundur KFR fyrir árið 2016 en þar var meðal annars farið yfir ársreikninginn fyrir árið 2016 og valið keilara ársins 2016 og einnig var ný stjórn kosin. Fínasta mæting var í Laugardalinn þar sem fundurinn fór fram.

Kvennkeilari ársins 2016 hjá KFR var valin Hafdís Pála Jónasdóttir en hún varð m.a. Íslandsmeistari einstaklinga 2016 og varð fyrsta konan til að spila 300 leik.

Karlkeilari ársins 2016 hjá KFR var valinn Arnar Davíð Jónsson sem varð m.a. Íslandsmeistari einstaklinga 2016.

Einnig var kosin ný stjórn en Guðjón Júlíusson lét af störfum sem formaður félagsins en hann verður þó varamaður í stjórn áfram. Nýr formaður KFR er Stefán Ingi Óskarsson lærlingur mikill en frábært er að fá hann aftur inn í félagið eftir nokkur ár í KR. Með honum í stjórn eru áfram þær Hafdís Pála Jónasdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir, inn í stjórn komu svo þeir Gústaf Smári Björnsson og Steinþór Geirdal Jóhannsson en þeir leysa af hólmi Sesselju Unni Vilhjálmsdóttir og Guðlaug Valgeirsson. Að lokum er svo Böðvar Már Böðvarsson varamaður í stjórn.

Á fundinum var svo tilkynnt að Arnar Davíð kemur inn í þjálfarateymið hjá unglingunum á næsta tímabili og kemur til með að hjálpa ennþá frekar þróun okkar ungu og efnilegu keilurum.

Við í fráfarandi stjórn þökkum öllum sem mættu á fundinn í kvöld og vonum að árið 2017 og næstu ár verði ennþá betri hjá félaginu.

arnar og hafdis

 

Athugasemdir

athugasemdir