Keiluæfingar haustið 2017

Barna- og unglingaæfingar KFR byrja mánudaginn 28.ágúst eftir sumarfrí.

Æfingar verða áfram á mánudögum og miðvikudögum en þær eru frá 17:00 til 18:30.

Æfingarnar eru frá 28.ágúst til 13.desember og þá kemur vetrarfrí.

Æfingarnar hefjast aftur eftir áramót þann 3.janúar og eru til 30.apríl.

Eins og í fyrra er Skúli Freyr Sigurðsson yfirþjálfari og með honum eins og í fyrra verður Aron Fannar Benteinsson og síðan bætist við nýr þjálfari en það er Arnar Davíð Jónsson en hann er margreyndur landsliðsmaður eins og Skúli og hefur meðal annars orðið Evrópumeistari unglinga.

Hlökkum til að sjá sem flesta þann 28.ágúst eftir gott sumarfrí

cropped-kfr_logo.png

Athugasemdir

athugasemdir