Author: Björn G. Sigurðsson

Arnar Davíð og Jón Ingi að gera góða hluti í á Evróputúrnum

Fyrsta mótið á Evróputúrnum fór fram í Stokhólmi í Svíþjóð og kláraðist það núna um helgina. Arnar Davíð og Jón Ingi, báðir í KFR, komust í úrslit og endaði Arnar Davíð í 25.sæti aðeins 29 pinnum frá niðurskurðinum en Jón Ingi var aðeins 3 sætum neðar í 28.sæti 50 pinnum frá niðurskurðinum!  Þetta er frábær árangur á þessu fyrna sterka móti. Arnar Davíð hefur verið að gera góða hluti á Evróputúrnum síðan í Odense síðastliðið haust, en hann vann það mót og varð þar með fyrsti íslendingurinn til að vinna mót á Evróputúrnum. Síðan varð Arnar Davíð í 3. sæti á Opna Norska mótinu.

Hérna er staðan á Evróputúrnum 2019
Hérna má skoða úrslitin í mótum Evróputúrsins 2018

ADogJIRb
Jón Ingi og Arnar Davíð báðir með 24 stig á Evróputúrnum

2018EBT09ArnarDavidJonsson2Slider_edited

Arnar Davíð með verðlaunin í Odense mótinu

2018EBT12Top3GoranGlendertSliderb

Arnar Davíð á palli í Opna Norska mótinu

Kampavínsmót Toppveitinga og KFR

Hið árlega Kampavínsmót KFR var haldið á gamlársdag og var góð þátttaka að venju. Skúli Freyr vann mótið með 739 seríu og fékk hann að launum fullt fang að vinningum. Í 1. flokki var síðan Aron Fannar með nánast jafngóða seríu 735, í öðrum flokki vann síðan Eiríkur Garðar með 620 seríu og í 3. flokki vann Ágústa Kristín með 534 í seríu. Gústaf Smári var með hæsta leikinn í mótinu 258. Hér að neðan má sjá stöðuna ásamt myndum af sigurvegurunum.

kampavinsmot0flokkur kampavinsmot1flokkur kampavinsmot2flokkur kampavinsmot3flokkur Kampavinsmot2018

Jólamót Nettó og KFR 2018

Jólamót Nettó og KFR fór fram annan í jólum og var mikil þátttaka að vanda. Spilaðir voru tveir 300 leikir í mótinu og voru þar á ferð þeir Gústaf Smári og Skúli. Gústaf Smári vann mótið með glæsilegri 736 seríu.  Guðmundur S. vann svo 1. flokk með 722 seríu, Herdís vann 2. flokk með 588 seríu og Ágústa vann svo 3. flokk með 499 seríu.  Ekki náðist að fá gjafabréfin afhent fyrir mótið og er verið að vinna í því þessa dagana og viljum við því biðja vinningshafa að vera þolinmóða í nokkra daga í viðbót, en að vanda voru einstaklega flottir vinningar í mótinu.
jolamot0flokkur jolamot1flokkur jolamot2flokkur jolamot3flokkur jolamot2018 stadan

Hérna eru myndböndin af 300 leikjunum:

Gústi

Skúli

Arnar Davíð Jónsson KFR sigraði forkeppni AMF

Mynd kli.is
Mynd kli.is

Í gær lauk íslensku forkeppninni fyrir Qubica AMF World Cup 2018 sem haldið er af keiludeild ÍR. Arnar Davíð Jónsson úr KFR sigraði keppnina í ár og vann sér því þátttökurétt á 54. Qubica AMF World Cup sem fram fer í Las Vegas 4. til 11. nóvember n.k. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð stigahæst kvenna á mótinu og hlýtur því einnig þátttökurétt á þessu móti en Qubica AMF World Cup er fjölmennasta einstaklingsmót m.v. fjölda þátttökuþjóða.

Keppnin í gærmorgun hófst á 8 manna Round Robin keppni þar sem 8 stigahæstu keilararnir eftir forkeppnirnar þrjár kepptu sín á milli. Arnar Davíð tók fljótt forystuna í efsta sætinu en aðrir skiptust á sætum allt fram í síðasta leik. Þá lék Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR 299 og kom sér úr 7. og neðsta sætinu í það 2.
Það voru því Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og Arnar Sæbergsson úr ÍR sem mættust í fyrsta leik í úrslitunum. Arnar þurfti 3 fellur í 10. rammanum til að slá Jón Inga út og það tókst honum með 214 leik gegn 213. Mikil spenna þar á ferð. Arnar mætti næst Hlyni Erni og líklega var bæði spennufall hjá Arnari auk þess sem Hlynur hélt áfram frá 299 leiknum, hann opnaði 1. ramman en felldi síðan 7 í röð og náði 245 gegn 172. Hlynur lék því til úrslita við Arnar Davíð. Þar var spennan ekki síðri en í fyrsta leiknum og sigraði Arnar með aðeins tveggja pinna mun 190 gegn 188.

Fyrir 19 árum vann pabbi Arnars Davíðs hann Jón Helgi Bragason þennan sama titil og fór á AMF mótið sem var haldið í sama keilusal í Las Vegas.

Arnar Davíð KFR er því AMF meistari 2018 – Til hamingju Arnar Davíð.

Þessi frétt er unnin úr frétt á kli.is

Mynd Tabita Snyder
Hér fagnar Arnar Davíð sama titli með pabba sínum fyrir 19 árum.  Mynd Tabita Snyder