Author: Stjórn KFR

Nýir leikmenn

Nokkrir nýir leikmenn hafa gengið til liðs við KFR fyrir tímabilið.

Katrín Fjóla Bragadóttir kemur frá ÍR
Björn Guðgeir Sigurðsson tekur kúluna af hillunni
Björn Birgirsson kemur frá KR
Steinþór Geirdal tekur kúluna af hillunni
Ingiber Óskarsson kemur frá KFS

Við bjóðum nýja aðila velkomna í KFR og þá sem eru að hefja keppni aftur, velkomna á brautirnar.

BJössi Birgis, Steini og Böddi verða með í vetur.  Mynd: Keilufélag Akraness
BJössi Birgis, Steini og Böddi verða með í vetur.  Mynd: Keilufélag Akraness.

12 lið hjá KFR í vetur.

Á komandi tímabili munu 12 lið keppa fyrir hönd KFR á Íslandsmótinu.

Kvennalið:  Afturgöngur, Elding, Skutlurnar, Valkyrjur X og Valkyrjur Z.

Karlalið:  Döff, Folarnir, Grænu töffararnir, JP-Kast, Lærlingar, Stormsveitin og Þröstur.

Afturgöngur
Afturgöngur verða á sínum stað í vetur.

 

Nýtt tímabil hinu megin við hornið.

Nú fer að líða að því að nýtt tímabil hefjist í keilunni. Eins og áður hefur komið fram þá var gerð sú breyting á síðasta þingi KLÍ að nú er spilað í þriggja manna liðum í deildinni. Þetta hefur haft í för með sér að liðum í KFR hefur fjölgað úr 10 í 12 sem er ánægjulegt.
Undirbúningur fyrir tímabilið er að fara af stað bæði hjá stjórn og einnig hjá liðunum og einstaklingunum. Eitt stærsta málið í haust verður afmælishátið KFR en félagið er 30 ára á þessu ári. Valinkunnur hópur fólks hefur tekið að sér að skipuleggja afmælishátíðina og verður hún auglýst nánar síðar.
Keiluhöllin hefur auglýst nýtt fyrirkomulag varðandi æfingakortin og lítur það vel út. Eins hefur heyrst að einhverjar nýjungar verði í boði varðandi þau. Stjórn KFR mun á næsta fundi taka ákvörðun um með hvaða hætti félagið mun koma að þessum kortum. Nánar um æfingakortin hér.  http://www.kli.is/frettir/2549
Á vegum KLÍ er í gangi nefnd sem er að skoða reglugerðir sambandsins. Þar er m.a. verið að skoða fyrirkomulag í deildarkeppni kvenna og eins fyrirkomulag bikarkeppninnar. Nefndin á að skila af sér niðurstöðum til stjórnar KLÍ á næstu dögum og mun stjórn KLÍ í framhaldinu leggja þær breytingar sem fyrirhugaðar eru fyrir formannafund.

Það er ljóst að framundan er skemmtilegt tímabil en eins og alltaf er það í höndum okkar keilaranna að tryggja að svo verði. Vonandi leggjumst við öll á eitt með að tryggja það.

kfr_logo

Dregið í bikar

JP Kast1
JP Kast ferðast á Akureyri.

Dregið var í 16. liða úrslitum í bikarkeppni karla í vikunni.
Alls eru 4 KFR lið eftir í keppninni en það eru Þrestir, Lærlingar, Stormsveitin og JP-Kast.

Þrestir fengu heimaleik á móti ÍR S en öll hin liðin lentu á útivelli, Stormsveitin á móti ÍR Gaurum, Lærlingar á móti KR B og JP Kast þarf að ferðast á Akureyri og leika við Þór Víking.

Leikdagar eru 10. og 11. desember en búast má við að leikur JP Kast verði á Akureyri helgina eftir. Það er þó birt án ábyrgðar.

Ásgrímur og Freyr í 10 manna úrslit

Freyr Braga
Freyr Bragason

Nú stendur yfir AMF mótið en þar er keppt um keppnistrétt á AMF World Cup á næsta ári.
Tveir aðilar úr KFR eru komnir í 10 manna úrslit sem spiluð verða á morgun, sunnudag, kl. 9 í Egilshöll.
Freyr Bragason spilaði frábærlega, 1374, sem gera 229 í meðaltal. Freyr er í þriðja sæti. Ásgrímur Helgi Einarsson spilaði 1209 eða 201,5 í mtl. og er í 8. sæti.

Hér má sjá stöðu 10 efstu manna eftir forkeppnina.

Harpa og Guðlaugur stórmeistarar KFR

Meistaramót KFR fór fram í Egilshöll í morgun. Leiknir voru 3 leikir með forgjöf og komust fjórar efstu konurnar og fjórir efstu karlarnir í úrslit þar sem leikið var allir við alla.
Í kvennaflokki léku þær Bára Ágústsdóttir, Harpa Sif Jóhannsdóttir, Þórunn Stefanía Jónsdóttir og Helga Sigurðardóttir til. Þar fór Harpa Sif á kostum og stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti varð Þórunn, Bára í þriðja og Helga í fjórða sæti.
Í karlaflokki fóru í úrslit Guðjón Júlíusson, Gústaf Smári Björnsson, Guðlaugur Valgeirsson og Baldur Hauksson.
Guðjón kláraði þetta með stæl, varð í fyrsta sæti, Gústaf í öðru, Guðlaugur í þriðja og Baldur í fjórða.

Í lokin léku svo tveir efstu karlarnir og konurnar án forgjafar um titilinn Stórmeistari KFR.

Það voru Guðlaugur og Guðjón sem léku í karlaflokki og sigraði Guðlaugur 2 – 0. Hjá konunum léku Harpa og Bára til úrslita og þar hafði Harpa betur 2 – 1.

Mótið tókst vel og var þátttaka góð, 15 karlar og 11 konur.

Sjá úrslit hér –> Meistaramót KFR 2014

 

Stormsveitin tapaði en er samt á toppnum.

Stormsveitin
Stormsveitin situr á toppnum í bili.

Stormsveitin fauk upp á Skaga í gær og spilaði við ÍA.  Leikurinn var jafn alveg til enda og það var ekki fyrr en í síðasta ramma sem úrslit urðu ljós þar sem 3 stig réðust á síðasta ramma.
Þau stig féllu ÍA megin og þeir höfðu því sigur 10 – 7 þrátt fyrir að Stormsveitin hafi spilað betur, 1670 – 1701. Efstur hjá Stormsveitinni var Ásgrímur  með 631.
Stormsveitin situr í efsta sæti fyrstu deildar með 53 stig, þremur stigum meira en ÍR KLS sem eiga leik til góða.