Category: Félagsstörf

Dagný Edda og Gústaf Smári eru Stórmeistarar KFR 2015-2016

Í dag fór fram Meistaramót KFR 2015-2016. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 13 konur og 13 karlar.

Í úrslitum um stórmeistaratitilinn léku í kvennaflokki Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en í karlaflokki Guðjón Júlíusson og Gústaf Smári Björnsson. Hjá konunum vann Dagný fyrsta leikinn 207 á móti 170 hjá Katrínu og léku þær ekki meira þar sem Katrín gaf frá sér næsta leik v/meiðsla og þar með vann Dagný úrslitin. Hjá körlunum sigraði Gústaf fyrsta leikinn 207 á móti 204 hjá Guðjóni – annan leikinn sigraði Guðjón 202 á móti 153 hjá Gústaf og staðan því 1-1 hjá þeim og léku þeir því þriðja leikinn sem var æsispennandi fram í síðasta kast en Gústaf sigraði hann 232 á móti 226 hjá Guðjóni.

Dagny-og-Gusti

Staðan eftir forkeppni:

skor

Í forgjafar hluta mótsins léku til úrslita 4 efstu konurnar – Dagný, Katrín, Ragna Guðrún og Karen en hjá körlunum voru það Guðjón, Böðvar, Jóel og Gústaf. Í úrslitum eru gefin 20 stig í bónus fyrir sigur og 5 stig fyrir að spila 200 eða hærra.

konur-urslit

karlar-urslit

Lokaúrslit í forgjafar hluta:

Konur:

  1. sæti – Dagný (1318)
  2. sæti – Ragna Guðrún (1247)
  3. sæti – Karen (1178)
  4. sæti – Katrín (1158)

Karlar:

  1. sæti – Jóel (1296)
  2. sæti – Böðvar (1281)
  3. sæti – Gústaf (1224)
  4. sæti – Guðjón (1198)

Stjórn KFR þakkar félagsmönnum fyrir þáttökuna og óskar skigurvegurum til hamingju.

 

 

Jökull Byron með 2 íslandsmet

Í gær fór fram 4. umferð í Íslandsmóti unglingaliða. Jökull Byron Magnússon fór þar á kostum og setti 2 íslandsmet. Hann spilaði 4 leiki, 222-256-174-297 samtals 949. Hann setti því íslandsmet í 1 leik – 297 og í 4 leikjum – 949 í 2. flokki pilta, 15 – 16 ára.

IMG_7003

 

 

Hér er staðan í mótinu eftir 4. umferðir.

 

ungl-4-umf-stadan

Ársþing KLÍ

Kæru félagar,

Ársþing KLÍ verður á Akureyri laugardaginn 21. maí. Við erum með 9 Þingfulltrúa en þeir sem fara fyrir hönd KFR eru:

  • Ásgrímur Helgi Einarsson
  • Guðjón Júlíusson
  • Guðlaugur Valgeirsson
  • Gústaf Smári Björnsson
  • Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir
  • Svanhildur Ólafsdóttir
  • Theódóra Ólafsdóttir
  • Valgeir Guðbjartsson
  • Þórir Ingvarsson

Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa samband við okkur ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið láta taka fyrir á þinginu, ábendingar um lagabreytingar o.þ.h.

Kveðja,

Stjórnin

Elítumót KFR 2016

Á fimmtudag fór fram Elítumót KFR. Elítumótið er að verða eitt vinsælasta og skemmtilegasta mót ársins og gaman er að sjá marga fyrrverandi keilara á öllum aldri mæta í mótið.  Mótið tókst einstaklega vel þetta árið, mikil stemning var húsinu en auk mótsins var verið að sýna frá leik Liverpool og Manchester United og því fullt út úr dyrum.

Úrslit úr mótinu má sjá hérna og hér fyrir  neðan myndir.  KFR þakkar Keiluhöllinni kærlega fyrir aðstoðina við framkvæmd mótsins.

 

Myndir frá Elítumóti KFR 2016

 

 

Aðalfundur KFR í kvöld.

Aðalfundur KFR var haldinn í kvöld í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn var ágætlega sóttur.
Fundarstjóri var Valgeir Guðbjartsson.  Ásgrímur formaður flutti skýrslu stjórnar og í stuttu máli þá var árið hjá KFR gott. Ágætis árangur náðist og rekstur félagsins gekk vel.  Unnur gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum en eins og áður segir gekk reksturinn vel.

Fundurinn minntist Bjarna Sveinbjörnssonar sem féll nýverið frá. Bjarni var félagi í KFR frá byrjun og vann mikið fyrir félagið.

Ný stjórn var kosin. Ásgrímur gaf ekki kost á sér sem formaður áfram þar sem hann mun gefa kost á sér í formannskjöri á ársþingi KLÍ í maí. Guðjón Júlíusson var kjörinn formaður og með honum í stjórn þau Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir, Svanhildur Ólafsdóttir, Guðlaugur Valgeirsson og Hafdís Pála Jónasdóttir. Í varastjórn voru kosin Þórunn Stefanía Jónsdóttir og Böðvar Már Böðvarsson.  Þá var Þórir Haraldsson kosinn endurskoðandi reikninga.

Á fundinum fengu Erla Ívarsdóttir og Haraldur Sigursteinsson afhent silfurmerki KFR fyrir störf sín fyrir KFR og keiluna.

Keilarar ársins hjá KFR eru Arnar Davíð Jónsson og Dagný Edda Þórisdóttir. Þau gátu hvorugt verið viðstödd en Valgeir Guðbjarsson og Þórir Invarsson tóku við viðurkenningum fyrir þeirra hönd.

Ný stjórn mun hittast fljótlega til að skipta með sér verkum og byrja undirbúning að komandi tímabili og ársþingi KLÍ.

 

 

Tvöfalt hjá KFR

Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson urðu Íslandsmeistarar einstaklinga í gærkvöldi.

Hafdís, sem á dögunum varð fyrsta íslenska konan til að spila 300, átti frábært mót og leiddi það nær allan tímann. Hún mætti Lindu Hrönn Magnúsdóttur úr ÍR í úrslitum og sigraði hana í tveimur leikjum. Í þriðja sæti varð svo Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR. Alls áttum við KFR-ingar 4 konur í 8 manna úrslitum en auk Hafdísar og Dagnýar voru það Ragnheiður Þorgilsdóttir Íslandsmeistari 2015 sem endaði 4. sæti og Katrín Fjóla Bragadóttir sem endaði í 7. sæti.  Frábær árangur hjá konunum okkar.

Í karlaflokki var sama upp á teningnum og i kvennaflokknum. Arnar Davíð leiddi mótið nær allan tímann og í raun má segja að engin hafi komist með tærnar þar sem hann hafði hælana.  Arnar spilaði frábærlega og sigraði Stefán Claesen ÍR í úrslitum, 2 – 0. Fyrri leikurinn í úrslitunum var æsispennandi, hann enaði 214 – 214 og þurfti því að grípa til bráðabana þar sem Arnar náði fellu en Stefán 9 keilum.  Eins og í kvennaflokki þá átti KFR fjóra af átta sem spiluðu í úrslitum og eins og í kvennaflokki þá enduðu okkar keppendur í sætum 1, 3, 4 og 7. Freyr Bragason endaði í 3. sæti, Steinþór Jóhannsson í 4. sæti og Björn Birgisson í því sjöunda. Glæsilegur árangur.

Eins og áður er sagt þá er þessi árangur frábær og erum við KFR-ingar mikið stollt af okkar fólki. Eitt nafn verður þó aðeins útundan í allri umræðunni og það er nafn Theódóru yfirþjálfara KFR. Hún hefur unnið mikið með bæði Arnar Davíð og Hafdísi,  með Arnari áður en hann flutti til Noregs og eitthvað eftir það og svo með Hafdísi alveg frá því að hún byrjaði í keilu.  Dóra hefur unnið frábært starf og á mikinn þátt í þessum árangri.

Við óskum öllu okkar fólki til hamingju með árangurinn og þá sérstaklega þeim þremur, Hafdísi, Arnari Davíð og Theódóru.

 

Arnar Davíð og Hafdís Pála
Arnar Davíð og Hafdís ásamt Theódóru yfirþjálfara KFR
Dagný Edda, Hafdís Pála og Linda Hrönn
Arnar Davíð Jónsson