Stormsveitin tapaði en er samt á toppnum.

Stormsveitin
Stormsveitin situr á toppnum í bili.

Stormsveitin fauk upp á Skaga í gær og spilaði við ÍA.  Leikurinn var jafn alveg til enda og það var ekki fyrr en í síðasta ramma sem úrslit urðu ljós þar sem 3 stig réðust á síðasta ramma.
Þau stig féllu ÍA megin og þeir höfðu því sigur 10 – 7 þrátt fyrir að Stormsveitin hafi spilað betur, 1670 – 1701. Efstur hjá Stormsveitinni var Ásgrímur  með 631.
Stormsveitin situr í efsta sæti fyrstu deildar með 53 stig, þremur stigum meira en ÍR KLS sem eiga leik til góða.

Athugasemdir

athugasemdir