Hjónamót KFR, 1. umferð.

Fyrsta umferð í Hjóna- og paramóti KFR fór fram í kvöld í Keiluhöllinni Öskjuhlíð.
Ágæt mæting var í mótið en það mættu 11 pör. Keppt er með og án forgjafar og urðu úrslit þannig:

Með forgjöf:
Sigrún G. Guðmundsdóttir og Svavar Þór Einarsson   1231
Steinunn M. Arnórsdóttir og Ólafur Guðmundsson 1219
Harpa Sif Jóhannsdóttir og Vilhelm Pétursson 1187

Án forgjafar:
Berglind Scheving og Sigurbjörn S. Vilhjálmsson  1146
Unnur Vilhjálmsdóttir og Valgeir Guðbjartsson 1043
Anna S. Magnúsdóttir og Atli Þór Kárason  1028

Að sjálfsögðu var hið rómaða kaffihlaðborð á eftir. Næsta mót er sunnudaginn 2. nóvember kl. 19:00 í Öskjuhlíð og  því um að gera að taka daginn frá strax.

Skor fyrstu umferðarinnar má sjá hér. Hjonamot_14-15_1umf

 

Athugasemdir

athugasemdir