Ragnheiður Íslandsmeistari

KFR eignaðist Íslandsmeistara kvenna þegar Ragnheiður Þorgilsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmót einstaklinga í gær.
Ragnheiður sigraði ríkjandi Íslandsmeistara, Ástrós Pétursdóttir úr ÍR, í frábærri úrslitaviðureign, 3,5 – 2,5 þar sem úrslitin réðust á síðasta kasti.
Frábær árangur hjá Ragnheiði og við í KFR erum óendanlega stollt af okkar konu.
Í karlaflokki sigraði Hafþór Harðarson úr ÍR Skúla Frey Sigurðsson úr ÍA í úrslitum. Við óskum Ragnheiði og Hafþóri innilega til hamingju með titlana.

CAM02992
Ragnheiður Íslandsmeistari 2015 Mynd: Helga Sig.
CAM02989
Hafþór og Ragnheiður Mynd: Helga Sig

.

Athugasemdir

athugasemdir